á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Snjórinn fór í gær.... þegar ég vaknaði í gærmorgun var allur snjór farin. Það kemur öruglega ekki meiri snjór, sem mér finnst voðalega leiðinlegt. En nóg um það. Hann Gústi fór í þetta viðtal á miðvikudaginn var. Hann mætti með gallann sinn til í slaginn en þá vildi hann Polle bara spjalla. Þannig að þetta gekk vel en samt ekki. Hann Polle vildi eiginlega bara fá yngir nema. Hann sagði samt ætla skoða þetta. Við erum sem sé bara temmilega bjartsýn á þetta. Það er bara eitt, ef ske kynni að Gústi fengi þetta þá þyrftum við að eignast bíl! Það gengur enginn rúta eða strætó þangað!! Sem sé bara bíða og sjá og svo að sækja um á fleirri stöðum. Svo er nú blessaður skólinn að byrja á morgun. Já nú tekur alvaran við. Jamms það er strax kominn heimavinna fyrir annan tímann á morgun og á miðvikudaginn. Jæja nú nenni ég ekki að skrifa meir. Þangað til næst. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|